indó merki

Spurt & svarað

Er heimurinn kringlóttur?

Hvað viltu vita um indó?
 • Er indó banki eða sparisjóður? Er einhver munur?

  Indó er sparisjóður og við getum veitt bankaþjónustu alveg eins og bankarnir. Eins og aðrir sparisjóðir þá beinum við 5% af hagnaði hvers árs til samfélagsverkefna, það finnst okkur besti munurinn.

 • Hvenær opnar indó?

  Við stefnum á að opna fyrir almenning haustið 2022. Kíktu á „Hvenær fer indó í loftið?“-síðuna okkar til að nálgast nýjustu upplýsingar.


 • Hvaða þjónusta er/verður í boði hjá indó?

  Þér mun standa til boða að hafa reikning, debetkort, greiða kröfur og framkvæma millifærslur. Við erum enn að útfæra og auka vöruúrvalið okkar sem á eftir að nýtast þér enn betur þegar fram líða stundir.

 • Hverjir eru eigendur indó?

  Sjá lista yfir eigendur hér.

 • Hvar geymir indó peningana?

  Þar sem indó er að stíga sín fyrstu skref á markaði þá er öryggi og traust okkur efst í huga. Við geymum peningana þína í Seðlabankanum eða hjá öðrum fjármálafyrirtækjum og ætlum því ekki að taka áhættu með þína peninga.


 • Hvernig getur indó boðið miklu betri kjör?

  Við nýtum okkur nýjustu tækni og skilvirkni í rekstri og við erum ekki með óhemju flókin tölvukerfi. Svo sjáum við lítinn tilgang í að vera með risavaxnar höfuðstöðvar.

 • Eru peningarnir mínir öruggir hjá indó?

  Indó er eftirlitsskyldur aðili og sem slíkur hluti af Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta, þar sem allar innstæður að EUR 100.000 eru tryggðar. Innstæður eru því tryggðar með nákvæmlega sama hætti og í öðrum innlánsstofnunum.

 • Getur indó lánað mér peninga?

  Það er flókið að hefja útlánastarfsemi og við viljum taka öll skref af skynsemi og varfærni. Þess vegna byrjum við á því að taka á móti innlánum og gefa út greiðslukort en þegar fram líða stundir ætlum við að lána okkar viðskiptavinum fjármuni. Hvernig þau lán munu líta út og hvaða eiginleika þau munu hafa ræðst að töluverðu leyti af því hvað okkar viðskiptavinir vilja sjá.

 • Hvernig græðir indó pening?

  Við högnumst á því að halda eftir hluta af þeim vöxtum sem t.d. Seðlabankinn borgar okkur en skilum megninu af þeim vöxtum til viðskiptavina. Við fáum líka tekjur í gegnum VISA sem eru beintengdar því hversu mikið þú notar debetkortið okkar. Þú borgar þetta ekki heldur fáum við þær tekjur beint frá VISA sem innheimtir þær af söluaðilum sem þú verslar við. Þetta er sama fyrirkomulag og af öllum öðrum greiðslukortum.

 • Er indó fyrir alla?

  Já, indó er fyrir fólk sem notar bankaþjónustu, er yfir 18 ára, er með lögheimili á Íslandi og á snjallsíma með rafrænum skilríkjum.

 • Eruð þið með útibú?

  Við erum að taka okkar fyrstu skref og rekum þ.a.l. ekki útibú. Við gerum þetta til að halda rekstrarkostnaði í lágmarki svo við getum boðið þér sem allra bestu kjör. En það er ekkert sem segir að það muni aldrei gerast. Þér er velkomið að koma í heimsókn í Lágmúla 6 þar sem við erum til húsa eða hringja í okkur í síma 588-4636. Þú ert alltaf með útibúið í vasanum.


 • Felst einhver skuldbinding í því að skrá mig hjá indó?

  Alls ekki. Ef þér líkar ekki við þjónustuna þá ferðu bara annað.

 • Hvaðan kemur nafnið indó?

  Stofnendurnir tveir, Tryggvi og Haukur, bera ábyrgð á nafninu. Nafnið er sótt í enska orðið ‘independent’ þar sem indó er sjálfstæður sparisjóður og á engan hátt háður gamla bankakerfinu. Þess má svo geta að Tryggvi á rætur að rekja til Indónesíu sem er önnur skemmtileg tenging. 

 • Hvernig get ég fylgst með indó?

  Einfaldast er að skrá sig á biðlistann, við látum þig vita þegar eitthvað er að gerast. Svo getur þú líka fundið okkur Facebook, þar fylgjumst við vel með.


 • Eruð þið með vefbanka?

  Ekki ennþá, en við kannski búum einn til ef margir biðja um það.

 • Hvar er tölvukerfi indó?

  Rétt eins og bankarnir notar indó tölvukerfi Reiknistofu bankanna til að halda utan um innlán viðskiptavina. Við notum síðan Amazon Web Services til að keyra appið okkar á. Þau eiga fullt af tölvum sem við fáum að nota fyrir sparisjóðinn okkar og það er fljótlegt að fá fleiri tölvur hjá þeim ef enn fleiri vilja nota okkur.


 • Hvernig og á hvaða tímum er hægt að hafa samband við ykkur?

  Þú getur sent okkur póst á hallo@indo.is. Þegar við opnum sparisjóðinn fyrir almenning birtum við opnunartíma hérna og í appinu okkar. Við erum ekki komin með þjónustuver, en þér er velkomið að hringja í okkur í síma 588-4636 ef þú vilt spjalla.


 • Ef ég flyt mig yfir til indó, mun það hafa áhrif á önnur kjör hjá mínum núverandi viðskiptabanka?

  Nei. Bönkunum er beinlínis óheimilt af samkeppnisástæðum að refsa fólki (t.d. gegnum hærri vexti á lánum eða lægri vexti á sparnaði) fyrir að stunda viðskipti við annan banka eða sparisjóð.


 • Lánið mitt er skuldfært af launareikningnum mínum, lendi ég ekki í vandræðum ef ég færi launareikninginn minn annað?

  Nei, svo lengi sem þú gætir þess að innstæða sé á skuldfærslureikningi er þetta ekkert vandamál. Einnig er það þannig með mörg lán, s.s. húsnæðislán, að hægt er að greiða greiðsluseðla beint í gegnum indó appið daginn sem greiðslan er á eindaga, rétt eins og aðra reikninga sem við borgum í hverjum mánuði.


 • Afhverju hefur ekki verið gefið út nýtt banka- eða sparisjóðaleyfi síðan 1991?

  Að stofna banka eða sparisjóð er flókið, tímafrekt og dýrt og svo þarf maður að keppa við stærstu fyrirtæki landsins og tvö þeirra eru í eigu ríkisins. Gæti verið ástæðan en annars er okkar gisk jafn gott og ykkar.

 • Er eitthvað mánaðargjald á kortinu?

  Neibb. Það er ekkert mánaðargjald á debetkortunum hjá indó!

 • Ég er yngri en 18 ára og vil koma til indó, hvenær get ég það?

  Til að byrja með verðum við bara opin fyrir fólk sem er orðið fjárráða (eldra en 18 ára). Þetta er bara af því að viljum að upplifun þeirra sem eru ófjárráða verði frábær og við viljum hafa allt klárt þegar röðin kemur að þeim. Fylgstu með!


 • Get ég tekið út reiðufé í hraðbanka með indó?

  Svo sannarlega. Það er ekkert mál að nota kortið til að taka út reiðufé í hraðbanka. En það gæti aftur á móti verið rukkað sérstaklega fyrir það. Það er ekki kostnaður sem indó leggur á, heldur er það bankinn sem á hraðbankann sem velur hvort hann rukki fyrir úttektir eða ekki.

 • Mun ég geta notað Apple Pay / Google Pay?

  Auðvitað. Við erum ennþá að klára okkar þróun, en þetta verður tilbúið löngu áður en við opnum fyrir almenning.

 • Er ódýrara að versla í útlöndum með indó kortinu?

  Heldur betur! Það er ekkert gjaldeyrisálag hjá indó sem þýðir að það kostar þig minna þegar þú notar indó í útlöndum. Og hey... Við seljum þér gjaldeyrinn á nákvæmlega sama verði og við kaupum hann.

 • Munið þið bjóða upp á sameiginlegan reikning með maka?

  Við ætlum að auka vöruúrval okkar í takt við það sem þið notendur viljið fá að sjá frá okkur. Sameiginlegir reikningar er eitthvað meðal þeirra hluta sem við viljum skoða betur og þróa með viðskiptavinum okkar í framtíðinni. Þú getur líka kosið um hugmyndir í hugmyndabankanum.

 • Hvað geri ég ef kortinu mínu er stolið?

  Ef kortið þitt hefur glatast eða þú hefur lent í sviksamlegri færslu er mikilvægt að loka á kortið sem fyrst. Þú gerir það í appinu á kortaskjánum. Eins er mikilvægt að hafa samband við okkur í síma 588-4636 eða í gegnum hallo@indo.is.

 • Hvar get ég fundið gengið ykkar fyrir erlendar færslur?

  Þú finnur gengisreiknivél í appinu undir Ég > Annað > Gengisreiknivél.

Við elskum gegnsæi! Endilega spurðu okkur hér út í allt sem þú vilt vita um indó. Mundu, engin spurning er vandræðaleg! Það eru pottþétt fleiri að pæla í því sama og þú - og þá getum við birt svarið hér svo fleiri þurfi ekki að spyrja!

Viltu kannski frekar spjalla? hallo@indo.is 588-4636