Launareikningurinn þinn!

Besti staðurinn til að nota launin þín!

Þú átt ekki að að þurfa að borga öll þessi bullgjöld þegar þú notar launin þín. Þess vegna eru engin kortagjöld í indó. Engin færslugjöld, ekkert gjaldeyrisálag, ekkert árgjald!

Sæktu appið
Launareikningurinn þinn!

Við viljum líka að þú fáir betri ávöxtun á launin þín! Þess vegna bjóðum við betri kjör en á sambærilegum reikningnum viðskiptabankanna. Í dag bjóðum við 1,75% vexti á debetreikningnum - og við greiðum þér vextina mánaðarlega.  Við mælum svo með sparibaukunum okkar fyrir sparnaðinn þinn þar sem þú færð enn betri vexti!

Sparibaukar

Debetkortið

Debetkortið þitt

Þegar þú skráir þig í indó færðu debetkort. Þú getur strax bætt indó kortinu í símaveskið þitt og borgað með símanum. Plastkortið færðu svo sent heim til þín!

Debetkortið er útgefið af VISA og virkar því út um allan heim! Það er tilvalið að nota það þegar þú ferðast - því það er ekkert gengisálag og þú færð því betra gengi með indó kortinu!

indó app

Fáðu launin inn á indó

Það er einfalt að gera indó reikninginn þinn að þínum launareikningi. Þú getur auðvitað haft beint samband við launadeildina og látið hana vita að þú viljir núna fá launin inn á indó reikninginn þinn - en þú þarft þess ekki.

Við erum búin að einfalda þér skrefið - ef þú nennir ekki að tala við launadeildina. Ef þú ferð í allskonar í appinu og velur laun - getur þú óskað eftir launaflutningi með þremur smellum án þess að tala við einn né neinn. 

Þú getur fengið launin inn á indó með þremur smellum. Easy peasy!

Þú getur fengið launin inn á indó með þremur smellum. Easy peasy!

Eyðslan mín

Áttarðu þig á hvað mikill hluti launanna þinna fer í föst útgjöld og hvað þú ert að nota kortið þitt mikið? Kíktu á Eyðsluna þína í indó appinu til að hafa góða yfirsýn yfir heimilisútgjöldin í hverjum mánuði. Þú sérð í hvað peningurinn fer og breytingu milli mánaða.

Í hvað fara launin þín?

Við erum búin að flokka færslurnar fyrir þig í flokka - en þú getur fært einstakar færslur milli flokka ef þú vilt. Við sýnum þér auðvitað líka hvað þú sparar í kortagjöld í hverjum mánuði með því að nota indó.

indó app
Viltu hafa kröfur með í eyðslan mín?

Þú getur falið færslur og valið hvort þú vilt hafa kröfur með í Eyðslan mín. Yfirlit yfir faldar færslur má sjá með því að smella á punktana 3 efst í hægra horni. Þar má einnig velja hvort þú vilt hafa kröfur með í yfirlitinu. Pssst... ef þú tvísmellir á punktana, þá getur þú einnig kveikt á gervigögnum í stað raunverulegra gagna ef þú vilt sýna vini hvernig Eyðslan mín virkar.

indó app
Þú finnur eyðslan mín í allskonar

Þú finnur Eyðsluna þína undir Allskonar í indó appinu og í færsluyfirlitinu þínu í lok hvers mánaðar.

indó app

Fyrirframgreidd laun

Ef þú ert með launin í indó getum við boðið þér að fá Fyrirframgreidd laun í lok mánaðarins, eða frá 25. hvers mánaðar. Þar sem við vitum að það eru bara örfáir dagar í að þú fáir útborgað þá getum við boðið þér 25.000 kr. lán að kostnaðarlausu. Við bjóðum upp á þessa þjónustu því okkur finnst að enginn ætti að þurfa að taka dýrt lán fyrir síðustu matarkörfu mánaðarins.

Stutt ókeypis lán
indó app hallo