indó merki

Réttarúrræði

indó er aðili að Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Viðskiptavinur getur skotið ágreiningi sínum við indó til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í samræmi við samþykktir fyrir nefndina:

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki
Katrínartúni 2
105 Reykjavík
Sími: 520 3700
Fax: 520 3727
Tölvupóstur: urskfjarm@fme.is

Til að senda inn kvörtun til nefndarinnar þarf viðskiptavinur að fylla út sérstakt málskotseyðublað og greiða málskotsgjald. Ef kröfur viðskiptavinar eru teknar til greina að hluta eða að öllu leyti fæst málskotsgjaldið endurgreitt.

Málskotseyðublaðið má finna á vefsíðu Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, www.fme.is.

Fjármálaeftirlitið starfrækir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu fyrir viðskiptavini fjármálafyrirtækja. Sjá nánar á vef Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is.

Þá getur viðskiptavinur indó einnig borið ágreiningsefni undir dómstóla.

Bent er á að Lögmannafélag Íslands býður almenningi ókeypis lögmannsaðstoð. Sjá nánar á vef Lögmannafélags Íslands, www.lmfi.is.